Sálmabók

687. Þú, kristin sála, þjáð og mædd

Trúarlífið - Huggun og von

hymn notes
1 Þú, kristin sála, þjáð og mædd, þreytt undir krossins byrði, vanmegnast ekki, vert óhrædd vilji Drottins þó yrði. Þrey, þol og líð, bið, vona, bíð, bölið fær góðan enda, þá neyð er hæst Herrann er næst, huggun mun hann þér senda. 2 Ekki’ er trúin þitt eigið verk enn þó hún veikleg standi né þolinmæði´ í þrautum sterk, það gefur helgur andi. Hvað hann upptók hér gaf og jók hjálpsamlega framkvæmir, vanmegnan þá sem er þar á aldrei hans náð fordæmir. 3 Hygg að, því barni mest er mjúkt móðurhjartað ágæta vanmegna sem hún sér og sjúkt, sýnir því hjúkrun mæta. Eins er Guðs hönd angraðri önd ætíð sem nálægastur, ástríkur best og blíður mest, við börn sín veik trúfastur. 4 Guði sé lof sem glaða von gaf oss í raunum vöndum og lét sinn elskulega son leysa’ oss frá dauðans böndum. Hans andinn kær er ætíð nær öllum sem þjáning líða, vér skulum því þrengingum í þreyja, vona og bíða.


T Hallgrímur Pétursson, 1757 – Sb. 1871
L Claudin de Sermisy 1529 – Antwerpen 1540 – Sb. 1871
Was mein Gott will, g‘scheh allzeit

Eldra númer 380
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction