Sálmabók

686. Úr hryggðardjúpi hátt til þín

Trúarlífið - Huggun og von

hymn notes
1 Úr hryggðardjúpi hátt til þín, ó, Herra Guð, ég kveina, þitt blessað eyra beyg til mín svo bót ég fái meina. Ef reikna viltu misgjörð manns og muna gjörvöll brotin hans, hver stund fær staðist eina? 2 Ég allt mitt traust set æ á þig en ei á verðung mína, mitt hjartað særða huggar sig við hjartans elsku þína, þín blessuð náð sem eilíf er og orð þitt blítt mér gleði lér uns ævidagar dvína. 3 Þótt dragist, Guð, þín hjálp um hríð og hagsæld lífs mig bresti í trú og von þíns tíma' eg bíð, þinn tími' er æ hinn besti. Þú veist nær hjálpin hollust er, í hverri neyð þá vissu mér í huga fast ég festi. 4 Þótt mörg og stór sé mannleg synd þín miskunn þó er stærri, þín tæmist aldrei líknarlind, þín liðsemd æ er nærri, þú barna gætir veikra vel og vottar skýrt þitt föðurþel, þín náð er himnum hærri.


T Martin Luther 1524 ̶ Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
Aus tiefer Not schrei ich zu Dir
L Martin Luther 1524 – Gr. 1594
Aus tiefer Not schrei ich zu Dir

Eldra númer 394
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction