Sálmabók

682. Ó, þá náð að eiga Jesúm

Trúarlífið - Huggun og von

hymn notes
1 Ó, þá náð að eiga Jesúm, einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu' í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi' að hafna, hvílíkt fár á þinni braut ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. 2 Eigir þú við böl að búa, bíðir freistni, sorg og þraut, óttast ekki, bænin ber oss beina leið í Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á slíkan vin á braut, hjartans vin sem hjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut. 3 Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þá hvað helst er Herrann Jesús hjartans fró og líknar skaut. Vilji bregðast vinir þínir, verðirðu' einn á kaldri braut, flýt þér þá að halla' og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut.


T Joseph M. Scriven 1855 – Matthías Jochumsson – Sb. 1886
What a Friend We Have in Jesus
L Charles C. Converse 1868 – JH 1891
CONVERSE/ What a Friend We Have in Jesus

Eldra númer 43
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction