Sálmabók

679. Sú von er sterk

Trúarlífið - Huggun og von

hymn notes
1 Sú von er sterk, hún verður eigi slökkt, að vorið komi þó að geisi hríð. Eins sigrar Drottinn alla ógn og stríð. 2 Og þó að dauðinn hremmi hart og snöggt er hönd að baki, mild og trú og góð, hún leiðir fram til ljóss um myrka slóð. 3 Þótt lán sé brothætt, lífið valt og stökkt, er líkn í hverri raun og tári manns því þar er Kristur, kross og páskar hans. 4 Og þegar hylur húmið svalt og dökkt þinn heim og salta döggin vætir kinn þá kemur hann og færir friðinn sinn. 5 Sú von er sönn, hún verður aldrei slökkt, hún vekur þína sál við hinsta ós, að Kristur breytir öllu’ í eilíft ljós.


T Sigurbjörn Einarsson 1965 – Vb. 2013
L Þorkell Sigurbjörnsson 2006 – Vb. 2013

Eldra númer 919
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction