Sálmabók

677. Góður engill Guðs oss leiðir

Trúarlífið - Huggun og von

hymn notes
1 Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. 2 Mitt á hryggðar dimmum degi dýrðlegt oss hún kveikir ljós, mitt í neyð á vorum vegi vaxa lætur gleðirós. 3 Þó að lokist aumum aftur allar dyr á jörðu þrátt, helgrar vonar himinkraftur hjálparlausum eykur mátt. 4 Þá er hjartabenjar blæða, bregst hver jarðnesk stoð og hlíf, megnar sollin sár að græða signuð von um eilíft líf. 5 Þá er jarðnesk bresta böndin blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð. 6 Blessuð von, í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel.


T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Ísólfur Pálsson 1903 – Vb. 1946

Eldra númer 404
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction