Sálmabók

675. Ó, undur lífs

Trúarlífið - Huggun og von

hymn notes
1 Ó, undur lífs, er á um skeið að auðnast þeim sem dauðans beið - að finna gróa gras við il og gleði' í hjarta vera til. Hve björt og óvænt skuggaskil! 2 Ei sá ég fyrr þau skil svo skýr. Mér skilst hve lífsins gjöf er dýr - að mega fagna fleygri tíð við fuglasöng í morgunhlíð og tíbrá ljóss um loftin víð. 3 Og gamaltroðna gatan mín í geislaljóma nýjum skín. Ég lýt að blómi' í lágum reit og les þar tákn og fyrirheit þess dags er ekkert auga leit. 4 Ég svara, Drottinn, þökk sé þér! Af þínu ljósi skugginn er vor veröld öll, vort verk, vor þrá að vinna þér til lofs sem má þá stund er fögur hverfur hjá.


T Þorsteinn Valdimarsson, 1966 – Sb. 1972
L Jakob Hallgrímsson 1983 – Sb. 1997

Eldra númer 410b
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction