Sálmabók

674. Hvar er nú, Guð, þín hjálparhönd

Trúarlífið - Huggun og von

hymn notes
1 Hvar er nú, Guð, þín hjálparhönd? Hve hörð er gata mín! Ég finn mig reyrðan fast í bönd og forðast brauð og vín. Ég villist einn um eyðilönd en er að leita þín. 2 Úr myrkri dauðans hug minn hríf svo hjartað öðlist sýn. Lát veika trú mér verða hlíf uns villuljósið dvín. Ó, vektu hjá mér von um líf og veginn heim til þín! 3 Af tákni krossins til mín inn er töfrabirta skín og laðar hálfan huga minn af heimsins leið til þín, mig frelsi orð og andi þinn, hið eina brauð og vín.


T Hjörtur Pálsson 2002 – Vb. 2013
L Philadelphia um 1812
CONSOLATION / MORNING SONG

Eldra númer 922
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction