Sálmabók

660. Athuga, sál mín

Trúarlífið - Endalok lífs og eilíft líf

hymn notes
1 Athuga, sál mín, ættum útgöngu Drottins hér svo við rétt minnast mættum hvað miskunn hans veitti þér. Hyggjum að, hann út ber þyrnikórónu þétta, þar með purpurann létta, blár og blóðugur er. 2 En með því út var leiddur alsærður lausnarinn gjörðist mér vegur greiddur í Guðs náðar ríki inn og eilíft líf annað sinn. Blóðskuld og bölvan mína burt tók Guðs sonar pína. Dýrð sé þér, Drottinn minn. 3 Út geng ég ætíð síðan í trausti frelsarans undir blæ himins blíðan blessaður víst til sanns. Nú fyrir nafnið hans út borið lík mitt liðið leggst og hvílist í friði, sál fer til sæluranns. 4 Dýrðarkórónu dýra Drottinn mér gefur þá, réttlætisskrúðann skíra skal ég og líka fá upprisudeginum á, hæstum heiðri tilreiddur, af heilögum englum leiddur í sælu þeim sjálfum hjá. 5 Svo munu Guðs englar segja: Sjáið nú þennan mann sem alls kyns eymd réð beygja áður í heimsins rann, oft var þá hrelldur hann. Fyrir blóð lambsins blíða búinn er nú að stríða og sælan sigur vann. 6 Þá muntu, sál mín, svara syngjandi fögrum tón: Lof sé mínum lausnara, lamb Guðs á hæsta trón sigur gaf sínum þjón. Um blessaðar himnahallir honum segjum vér allir heiður með sætum són. 7 Son Guðs ertu með sanni, sonur Guðs, Jesú minn, son Guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn, son Guðs einn eingetinn, syni Guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 25
L Antwerpen 1540 – Thomissøn 1569 – Sb. 1589 – SÓ 2015
Ick had een ghestadich minneken (íslensk breyting)

Eldra númer 272
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction