Sálmabók

659. Herra, mig heiman bú

Trúarlífið - Endalok lífs og eilíft líf

hymn notes
1 Herra, mig heiman bú í hendur þínar, leið mig í lífsins trú um lífstíð mína. 2 Allt hvað minn góði Guð gaf mér í heimi einn taki aftur við, annist og geymi. 3 Ég á mig ekki hér í veröldinni, Drottinn, ég eign þín er af miskunn þinni. 4 Höfuð mitt seka sé sem kjöltu móður lagt í þitt líknarkné, lausnarinn góður.


T Hallgrímur Pétursson um 1674 – Sb. 1972
L Nürnberg 1534 – Gr. 1607 – PG 1861

Eldra númer 429
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction