Sálmabók

656. Ó, Drottinn Guð, mig læra lát

Trúarlífið - Endalok lífs og eilíft líf

hymn notes
1 Ó, Drottinn Guð, mig læra lát hér að dvelja, daga' að telja, hafa' á mínum gjörðum gát. 2 Sjá, ævin líður furðu fljótt, sólin hnígur, húmið stígur. Senn er komin svartanótt. 3 Sem þverhönd ein er ævi vor. Líkur hjómi lífs er blómi, fánýt öll vor ævispor. 4 Sem skuggi líður lífið manns, hraðfær straumur, hverfull draumur, þannig öll er ævin hans. 5 Ég gestur er í heimi hér, tíðin líður, boð ei bíður. Senn ég heim til feðra fer. 6 Ó, ljúfi faðir, lít til mín að ég megi eg þótt deyi koma heim til þeirra' og þín.


T Valdimar Briem, 1912 – Sb. 1945
L Bæheimsbræður 1566 – JH 1885

Eldra númer 413
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction