Sálmabók

651a. Tíminn steðjar sem streymi á

Trúarlífið - Endalok lífs og eilíft líf

hymn notes
1 Tíminn steðjar sem streymi á, strengir um kletta falla. Undan mig rekur ofan hjá, áralausan að kalla. 2 Með hverri stundu sú stríða röst að stóra fossinum dregur. Flúðir mér ógna og iðuköst, enginn til bjargar vegur. 3 Hvern á ég vin með vilja og mátt að vísa til marks og landa? Þeir sogast fram á sama hátt sjálfir í nauð og vanda. 4 Einn hefur vinurinn vald og gát á voða og öllu grandi: Jesús fær varið veikan bát og vísað í höfn á landi. 5 Með hverri stundu sú stríða röst að stóra fossinum sogar en vinarins hönd er viss og föst, vitinn á ströndu logar. 6 Tíminn steðjar sem streymi á. Stýrum í Jesú nafni! Þótt bátur sé smár og báran há, þá brosir hans land fyrir stafni.


T Fríðrikur Petersen 1892 – Sigurbjörn Einarsson – Sb. 1972
Tíðin rennur sum streymur í á
L H.J. Højgaard 1965, 1969 – Vb. 1976
Tíðin rennur sum streymur í á

Eldra númer 415
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction