Sálmabók

650. Jarðnesk ljós við lífsins brautir

Trúarlífið - Endalok lífs og eilíft líf

hymn notes
1 Jarðnesk ljós við lífsins brautir lýsa skammt og slokkna fljótt, fleygar stundir, stuttir dagar stefna greitt í hinstu nótt. Drottins Jesú dagur ljómar, dýrð hans páskasólar við mér skín, hann mig frelsar, líknar, leiðir, lýsir veginn heim til sín. 2 Ljúft og gott er heim að halda. Hvar er betra' en Guði hjá? Þar er varðveitt allt sem ann ég, öll þar rætist hjartans þrá. Drottins Jesú ... 3 Þessa heims mig hefur blessað heilög mildi frelsarans, einum Guði er að þakka allt sem gefur jörðin hans. Drottins Jesú ... 4 Hana kveð ég, hún mér býður hvíld og svefn við skautið sitt, Kristur vakir hjá og helgar himni sínum lífið mitt. Drottins Jesú ... 5 Ævi mína' og eilífð blessar upprisunnar trú og von, bæði lífs og liðnum skín mér ljósið heims, Guðs einkason. Drottins Jesú ...


T Sigurbjörn Einarsson 1997 – Sb. 1997
L Robert Lowry 1864 – Sb. 1997
BEAUTIFUL RIVER / Shall We Gather at the River

Eldra númer 710
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction