Sálmabók

647. Ég kem í auðmýkt

Trúarlífið - Iðrun og náð

hymn notes
1 Ég kem í auðmýkt, Kristur hár, og krýp sem barnið, smærri' en smár. Ég þrái frið og þyrstur bið: Ó, miskunna þú mér. 2 Ég þrái frið í þreytta sál. Við þig að tala bænarmál er himnesk lind í sorg og synd. Ó, miskunna þú mér. 3 Þú þekkir allra sorg og sár. Þú svölun veitir, þerrar tár. Þú styrkir þá er stormar hrjá. Ó, miskunna þú mér. 4 Ég trúi' á þig - ég treysti þér og traustið huggun veitir mér. Ég er svo smár, þinn himinn hár. Ó, tak á móti mér.


T Einar Sturlaugsson, 1932 – Vb. 1991
L Björgvin Guðmundsson, 1936 – Vb. 1946

Eldra númer 552
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction