Sálmabók

645. Í Drottni ef viltu deyja

Trúarlífið - Iðrun og náð

hymn notes
1 Í Drottni' ef viltu deyja Drottni þá lifðu hér, til ills lát ei þig teygja, orð Guðs sé kærast þér. Sæll er sá svo við býst. En ef þig ófall hendir aftur í tíma vendir, undan drag iðrun síst. 2 Brot þín skalt bljúgur játa en bið þó Guð um náð, af hjarta hryggur gráta en heilnæm þiggja ráð. Umfram allt þenktu þó: Son Guðs bar þínar syndir og svo þú miskunn fyndir saklaus fyrir' sekan dó. 3 Drottinn, lát mig ei dyljast dárlega syndir við þó hér um stund megi hyljast. Herra trúr, þess ég bið: Nær heimi fer ég frá örvænting ei mér grandi, orð þitt og sannleiks andi hjartað mitt huggi þá.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 16
L Antwerpen 1540 – Thomissøn 1569 – Sb. 1589
Ick had een ghestadich minneken

Eldra númer 313
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction