Sálmabók

642. Svo stór synd engin er

Trúarlífið - Iðrun og náð

hymn notes
1 Svo stór synd engin er að megi granda þér ef þú iðrandi sér í trúnni Jesúm hér. 2 Sé ég þig, sæll Jesú, svo sem álengdar nú, von mína' og veika trú við bið ég hressir þú. 3 Þá ég sé sárin mín særir mig hjartans pín en sárin þá sé ég þín sorg öll og kvíðinn dvín. 4 Lát mig, ó, Jesú kær, aldrei svo vera þér fjær að sjái' eg ei sár þín skær þá sorg og eymd mig slær. 5 Ég fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn, vernd og skjól þar ég finn.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 47
L Kvæðabók Ólafs Jónssonar á Söndum fyrir 1627 – Melodia, handrit frá 17. öld – Vb. 1976
Ó Jesú elsku hreinn

Eldra númer 327
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction