Sálmabók

639. Orð Jesú eðla sætt

Trúarlífið - Iðrun og náð

hymn notes
1 Orð Jesú eðla sætt er hans verkfæri. Helst fær það hugann kætt þó hrelldur væri. 2 Hann gefur hreina trú, hann fallinn reisir, hann veikan hressir nú, hann bundinn leysir. 3 Ekki' er í sjálfsvald sett, sem nokkrir meina, yfirbót, iðrun rétt og trúin hreina. 4 Hendi þig hrösun bráð sem helgan Pétur, undir Guðs áttu náð hvort iðrast getur. 5 Gráta skalt glæpi sárt en Guði trúa, elska hans orðið klárt, frá illu snúa.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 12
L Nürnberg 1534 – Gr. 1607 – PG 1861

Eldra númer 323
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction