Sálmabók

637. Ó, Kristur minn kær

Trúarlífið - Iðrun og náð

hymn notes
1 Ó, Kristur minn kær, þú kærleikans eilífi brunnurinn skær, af líkn þinni afmá þú sekt mína' og synd og svala mér þyrstum af miskunnar lind, æ, betra mitt hjarta með blessaðri náð svo bæti' eg mitt ráð. 2 Um lífdaga leið mig leið þú og styð þú í gleði' og í neyð, æ, veit mér að standast í stríðinu hér, æ, styrk mig svo trúlega fylgi ég þér uns ég þig í dýrðinni frelsaður finn, ó, frelsari minn.


T Þorsteinn Þorkelsson – Sb. 1886
L Ludvig M. Lindeman 1862 – JH 1906
O kristelighed

Eldra númer 197
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction