Sálmabók

636. Ef ég í dag hef nokkurn sært

Trúarlífið - Iðrun og náð

hymn notes
1 Ef ég í dag hef nokkurn sært með synd, ef ég hef varpað skugga' á Jesú mynd, ef ég hef aðra tælt frá lífsins lind, fyrirgef mér, Guð. 2 Ef orð mín hafa verið ill og ströng, ef athöfn mín var köld og breytnin röng, ef hugsun mín var hyggjusnauð og þröng, fyrirgef mér, Guð. 3 Ef líf mitt hefur verið ljósi sneytt, ef lamað hefi ég og aðra deytt, ef ég í einhverju hef illa breytt, fyrirgef mér, Guð.


T C. Maud Battersby, 1910 – Jón Hjörleifur Jónsson 1962
An Evening Prayer / If I have wounded any soul today
L Charles H. Gabriel, 1911
If I have wounded any soul today

Uppáhalds sálmar

Under Construction