Sálmabók

632. Herra og Guð, ver þú heilsulind mín

Trúarlífið - Iðrun og náð

hymn notes
1 Herra og Guð, ver þú heilsulind mín, hverfi mér allt nema tilvera þín. Hugsun mín daglangt og draumur um nótt dvelji við auglit þitt kyrrsælt og rótt. 2 Orð Guðs í verki og viskunnar tré, veit mér í náð þinni' að stöðugt ég sé farvegur mildi er mýkir hvert stríð, mynd í Guðs hugskoti' um eilífa tíð. 3 Konungur sólna, lát sigurinn þinn sigra í elsku hvern veikleika minn. Hjarta þitt, Kristur, við hjarta mér slær, himneska ásjóna, Drottinn minn kær.


T Írskur sálmur frá 8. öld – Mary E. Byrne 1905 og Eleanor Hull 1912 ̶ Heimir Steinsson – Vb. 2013
Be thou my Vision, O Lord of my heart
L Írskt þjóðlag – Sb. 1997
SLANE / Be Thou My Vision, O Lord of My Heart

Eldra númer 902
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction