Sálmabók

627. Hvar finnur sá í veðrum var

Trúarlífið - Leit og efi

hymn notes
1 Hvar finnur sá í veðrum var sem villtur gengur freðna jörð og geig í brjósti ber? Hvar leita skal, á flóttaför, :,: að friði – er það hér? :,: 2 Hvar fær hinn sjúki sárabót og sorgarbarnið huggun þá sem eigi blekking er? Hvar finnur sekur sannan vin :,: og samúð – er það hér? :,: 3 Hvar gefst þeim aldna athvarf tryggt og ungum leiðsögn fram um veg? Þeim von sem vonlaus er? Hvar kynnist maður miskunn Guðs :,: og mildi – er það hér? :,: 4 Hvar hlýtur órór andi svör sem ævilangt um sannleik spyr og efans byrði ber? Hvar leita skal, um langa nótt, :,: að ljósi? Það er hér. :,:


T Kristján Einarsson frá Djúpalæk 1987
L Jón Hlöðver Áskelsson 1987

Uppáhalds sálmar

Under Construction