Sálmabók

623. Allt sem Guð hefur gefið mér

Trúarlífið - Leit og efi

hymn notes
1 Allt sem Guð hefur gefið mér, gróður jarðar, sólarsýn, heiðan og víðan himininn, af hjarta ég þakka og bið: Lifandi Guð, lifandi Guð, láttu mig finna þig. 2 Allt sem Guð hefur að mér rétt á sinn tíma, ræður för. Stríðandi öflin steðja að og stundum ég efast og bið: Lifandi Guð ... 3 Allt sem Guð hefur á mig lagt er mér ljúft að glíma við, taka í sátt og tefla djarft og treysta um leið og ég bið: Lifandi Guð ...


T Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2009 – Vb. 2013
L Sigurður Flosason 2009 – Vb. 2013

Eldra númer 848
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction