Sálmabók

620. Ó, maður, hvar er hlífðarskjól

Trúarlífið - Kirkjan

hymn notes
1 Ó, maður, hvar er hlífðarskjól á heimsins köldu strönd? Hvar leiftrar Drottins dýrðarsól á dauðans skuggalönd? Hvar stöðvast tímans hála hjól en hnýtast eilíf bönd? Og hvar er sæl und sólarstól vor sjúk og dauðþreytt önd? 2 Vort hlífðarskjólið heimi í er húsið, Guð minn, þitt, ei hret né stormar hreyfa því né hræða brjóstið mitt, þar gefur náðin Herrans hlý mér himinljósið sitt, í hjartans unun hér ég bý því hér er sekum fritt. 3 Guð helgur andi, hingað snú og helga þennan sal, Guð helgur andi, hjá oss bú og helga munns vors tal, Guð helgur andi, hjartans trú þá hljóma til þín skal uns oss að lokum leysir þú til lífs úr táradal.


T Matthías Jochumsson 1868 – Sb. 1886
L Hymnodia Sacra 1742 – ÍÞ 1906 – Vb. 1976 / R Róbert A. Ottósson, 1967
Hvar mundi vera hjarta mitt

Eldra númer 268
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction