Sálmabók

619. Þú, kirkja Guðs, í stormi stödd

Trúarlífið - Kirkjan

hymn notes
1 Þú, kirkja Guðs, í stormi stödd, ó, stýrðu beint í lífsins höfn og hræðstu' ei manna meinráð köld né mótbyr þann er blæs um dröfn. Drag upp þín segl og hátt við hún lát hefjast krossins sigurrún. 2 Gunnfánans kross og konungs teikn sem kveður lýð þinn fram í stríð sigrandi ber við himin hátt og heitir bjartri friðartíð. Drag því upp segl og hátt við hún lát hefjast krossins sigurrún. 3 Slakaðu' ei hót þótt hækki sjór af haturs stormi' og ofsagný, þótt braki sérhvert band og rá og bólgin þéttist kólguský. Drag upp þín segl og hátt við hún lát hefjast krossins sigurrún. 4 Ofdramb og heimsins hrokageip ei hræðast þarftu' á sigurleið. Drottinn hinn sterki stendur enn við stýrisvöl í háska' og neyð. Drag þú upp segl og hátt við hún lát hefjast krossins sigurrún.


T Friðrik Friðriksson, 1920 – Sb. 1945
L Henri F. Hemy 1864 – James G. Walton 1874 – Vb. 1946
ST. CATHERINE (Hemy)/ Faith of Our Fathers

Eldra númer 290
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction