Sálmabók

617. Mig Kristur kallað hefur

Trúarlífið - Kirkjan

hymn notes
1 Mig Kristur kallað hefur í kirkju sína inn og þar allt það mér gefur sem þarfnast andi minn. Þá blessun þar hann býður mér sem æðri er og betri en allt sem heimur lér. 2 Hann baðið lét hið besta mér búið standa þar að blessun skyldi' ei bresta er barn ég lítið var. Þar opnuð var sú erfðaskrá er himnasæld mér heitir ef hann ég trúi á. 3 Þar saðning sálu minni og svölun veitir hann með sælli máltíð sinni að synda hverfi bann. Að brjósti hans ég hallast þar er harða þolað hefur þá hegning sem mér bar. 4 Hann lætur mér þar lýsa það ljósið bjart er má hinn besta veg mér vísa svo voða sneiði' eg hjá. Það ljósið blítt hans orðið er sem huggar best í hörmum og hnoss er dýrast mér. 5 Ó, þökk sé þér, minn Herra, er þína náð við mig lést aldrei, aldrei þverra um ævi minnar stig. Ó, lát mig henni halda fast og þér, minn ástvin æðsti, um eilífð sameinast.


T Helgi Hálfdánarson – Sb. 1886
L Þýskt þjóðlag – Thomissøn 1569 – Gr. 1594
Hilf Gott, dass mir gelinge

Eldra númer 289
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction