Sálmabók

616. Þú opnar, Drottinn, hús þitt hér

Trúarlífið - Kirkjan

hymn notes
1 Þú opnar, Drottinn, hús þitt hér og himin ljóssins trúin sér. Í páskaljóma lýsir hann með lífsins gjöf sem krossinn vann. 2 Og þú sem átt á öllu ráð, send anda þinn með kraft og náð að lífga, hreinsa hug og sál og helga tungu, söng og mál. 3 Lát vakna kærleik, von og trú, á vald þíns ríkis huga snú, að húsi þínu hjartað ger sem helgað verði einum þér. 4 Vér finnum ástarþelið þitt sem þekkir týnda barnið sitt og vilt það fá í faðminn þinn svo fagni allur himinninn. 5 Guðs sonur, Jesús, orðið er sem ást Guðs föður vitni ber og heilags anda hjálp og mál fær honum vist í trúrri sál. 6 Í lotningu vér lútum hér í lífsins húsi einum þér og færum lof sem framast má vor fátæk önd og rómur tjá.


T Sigurbjörn Einarsson 1998 – Vb. 2013
L Gochsheim 1628 – Görlitz 1648 – Sb. 1871
Herr Jesu Christ, dich zu uns wend

Eldra númer 898
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction