Sálmabók

615a. Gegnum hættur, gegnum neyð

Trúarlífið - Kirkjan

hymn notes
1 Gegnum hættur, gegnum neyð göngum, Krists menn, vora leið. Hvorki blöskri böl né kross, brauðið lífsins styrkir oss. 2 Hræðumst engin sorgarsár, sérhvert bráðum þornar tár. Ótti hreki' oss ei af braut, orkan vaxi' í hverri þraut. 3 Hugprúð gleðjist, hjörtu mædd, herskrúðanum Drottins klædd. Berjumst hart, ei hríð er löng, hún mun enda' í gleðisöng. 4 Áfram því með dug og dáð, Drottins studdir ást og náð. Sé hann með oss ekkert er óttalegt. Þá sigrum vér. 5 Gegnum hættur, gegnum neyð göngum, Krists menn, vora leið. Hvorki blöskri böl né kross, brauðið lífsins styrkir oss.


T Henry K. White 1806 – Frances S. Maitland, 1827 – Stefán Thorarensen – Sb. 1886
Oft in sorrow, oft in woe
L Henry J. Gauntlett 1852 – JH 1885
UNIVERSITY COLLEGE / Oft in sorrow, oft in woe

Eldra númer 292
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction