Sálmabók

603. Ó, Drottinn, ég vil aðeins eitt

Trúarlífið - Vitnisburður - Kristniboð

hymn notes
1 Ó, Drottinn, ég vil aðeins eitt: Að efla ríki þitt. Ó, þökk, að náð sú var mér veitt sem vakti hjarta mitt. Ég verður, Jesú, ekki er að eiga' að vera' í þínum her en vinarnafn þú valdir mér, mig vafðir blítt að hjarta þér, ó, hjálpa mér að hlýðnast eins og ber. 2 Ó, lát mig fá að finna ljóst hve fólksins neyð er sár. Mér gef þinn ástareld í brjóst og einlæg hryggðartár. Í ljósi þínu lát mig sjá hvern lýð sem neyð og heiðni þjá því neyðin hans er hróp frá þér að hjálpa - eins og bauðstu mér - að dauðastund með djarfri fórnarlund. 3 Þá eitt ég veit: Mitt auga sér þá undraverðu sýn er langri ævi lokið er og líf og kraftur dvín: Ég sé þitt ríki sigur fær, til sérhvers lýðs þitt frelsi nær og þessi mikli helgra her sem hjálp og lífið fann í þér, þig, líknin blíð, mun lofa alla tíð.


T Karl L. Reichelt 1912 – Bjarni Eyjólfsson, 1959 – Sb. 1972
Din rikssak, Jesus, være skal
L Michael Haydn 1795 – Vb. 1976
Hier liegt vor deiner Majestät

Eldra númer 305
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction