Sálmabók

597. Lausnara þínum lærðu af

Trúarlífið - Í fylgd með Kristi

hymn notes
1 Lausnara þínum lærðu af lunderni þitt að stilla, hógværðar dæmið gott hann gaf nær gjöra menn þér til illa. Blót og formæling varast vel, á vald Guðs allar hefndir fel, heift lát ei hug þinn villa. 2 Upplýstu hug og hjarta mitt, Herra minn, Jesú sæti, svo að ég dýrðar dæmið þitt daglega stundað gæti. Þeir sem óforþént angra mig óska ég helst að betri sig svo hjá þér miskunn mæti. 3 Eg má vel reikna auman mig einn í flokk þeirra manna sem í kvölinni þjáðu þig, það voru gjöld syndanna. En þú sem bættir brot mín hér, bið þú nú líka fyrir mér svo fái' eg frelsun sanna. 4 Fyrst þú baðst friðar fyrir þá er forsmán þér sýndu mesta, vissulega ég vita má, viltu mér allt hið besta, því ég er Guðs barn og bróðir þinn, blessaði Jesú, Herra minn, náð kann mig nú ei bresta.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 34
L Wolfgang Dachstein 1524 ̶ Gr. 1607
Aus tiefer Not schrei ich zu dir (II)

Eldra númer 184
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction