Sálmabók

592. Guðs föður geisli og kraftur

Trúarlífið - Í fylgd með Kristi

hymn notes
1 Guðs föður geisli' og kraftur, þín gæskan huggar mig. Guðs mynd þú mér gafst aftur er mína tókstu' á þig. Ný yfirskrift þín náðin er. Þinn kýs þú heiður, Herra, og hlýðni' og ást af mér. 2 Lát gjörvallt líf mitt gjalda þér, Guð minn, ást og trú og engu aftur halda sem af mér heimtar þú svo eilíf sé ég eignin þín og þér mín breytni þjóni og þakklát sálin mín.


T Gr. 1730 – Stefán Thorarensen – Vb. 1861 – Sb. 1886
L Þýskt þjóðlag – Thomissøn 1569 – Gr. 1594
Hilf Gott, dass mir gelinge

Eldra númer 358
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction