Sálmabók

589. Mitt líf vil ég fela þér

Trúarlífið - Í fylgd með Kristi

hymn notes
1 Mitt líf vil ég fela þér, frelsarinn kæri, í fylkingu þinni mig langar að vera. Þú bauðst mér að koma, ég kaus það og sagði: Ég fylgi þér, Jesús, ég fylgi þér. 2 Ef sækir mig efi og ótryggð ég sýni, af einlægni bið ég, í hönd mína taktu og hjartað gjör auðmjúkt svo aftur ég segi: Ég fylgi þér, Jesús, ég fylgi þér. 3 Þótt lifi' ég til skiptis í ljósi og myrkri þú leiðir mig, Jesús, því skelfist ég eigi. Í sorg og í gleði ég segi af hjarta: Ég fylgi þér, Jesús, ég fylgi þér.


T Göte Strandsjö 1975 - Trygve Bjerkrheim 1981 - Lilja S. Kristjánsdóttir, 2003
Mitt liv vil jeg leve
L Göte Strandsjö 1975
Mitt liv vil jeg leve

Uppáhalds sálmar

Under Construction