Sálmabók

588. Þú heyrir spurt: Er hjálp að fá

Trúarlífið - Í fylgd með Kristi

hymn notes
1 Þú heyrir spurt: Er hjálp að fá og hvar er ljós og dag að sjá? Ef hjartað týnir sjálfu sér hvar sé ég leið, hver bjargar mér? Þú heyrir svar ef hlustar þú af hjartans þörf, í barnsins trú því Kristur Jesús þekkir þig og þú ert hans, hann gaf þér sig. 2 Hve margur sár og meiddur spyr við myrkvuð sund og luktar dyr. En hlusta nú, þú heyrir svar og heilög miskunn talar þar. Þú heyrir svar ... 3 Já, Kristur segir: Kom til mín, ég kominn er að vitja þín og lækna þig og lýsa þér til lífs og sigurs: Fylg þú mér. Þú heyrir svar ...


T Sigurbjörn Einarsson 1977 – Sb. 1997
L Siguróli Geirsson 1977 – Sb. 1997

Eldra númer 709
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction