Sálmabók

585. Mig dreymdi mikinn draum

Trúarlífið - Í fylgd með Kristi

hymn notes
1 Mig dreymdi mikinn draum: Ég stóð með Drottni háum tindi á og horfði yfir lífs míns leið, hann lét mig hvert mitt fótspor sjá. 2 Þau blöstu við. Þá brosti hann. „Mitt barn,“ hann mælti, „sérðu þar, ég gekk með þér og gætti þín, í gleði’ og sorg ég hjá þér var.“ 3 Þá sá ég fótspor frelsarans svo fast við mín á langri braut. Nú gat ég séð hvað var mín vörn í voða, freistni, raun og þraut. 4 En annað sá ég síðan brátt: Á sumum stöðum blasti við að sporin voru aðeins ein. Gekk enginn þá við mína hlið? 5 Hann las minn hug. Hann leit til mín og lét mig horfa´ í augu sér: „Þá varstu sjúkur, blessað barn, þá bar ég þig á herðum mér.“


T Sigurbjörn Einarsson, 1996 – Vb. 2013
L Enskt þjóðlag
O WALY WALY

Eldra númer 910
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction