Sálmabók

584. Ó, leið mig þá leið

Trúarlífið - Í fylgd með Kristi

hymn notes
Ó, leið mig þá leið, svo legg ég af stað, svo legg ég af stað með Guði. Leið trúar, leið trausts, leið tryggðar hvern dag sem treysti ég einum Guði. Ó, birt mér þá bæn sem beðið ég get svo berist mitt lof að Guði. Og kenn mér þá ósk sem æskja ég skal svo verði' allt mitt líf í Guði.


T Haukur Ágústsson 1969 – Vb. 2013
L Haukur Ágústsson 1969 – Vb. 2013

Eldra númer 921
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction