Sálmabók

583. Frelsarinn góði

Trúarlífið - Í fylgd með Kristi

hymn notes
1 Frelsarinn góði, ljós mitt og líf, lífsins í stormum vertu mér hlíf, láttu þitt auglit lýsa' yfir mig, láttu mig aldrei skiljast við þig. 2 Gjörðu mig fúsan, frelsari minn, fúsari' að ganga krossferil þinn, fúsari' að vinna verk fyrir þig. Vinurinn eini, bænheyrðu mig.


T Bjarni Jónsson, 1922
L Fredrik A. Ekström, 1860
Jesus för världen givit sitt liv

Uppáhalds sálmar

Under Construction