Sálmabók

581. Með Jesú byrja ég

Trúarlífið - Í fylgd með Kristi

hymn notes
1 Með Jesú byrja ég, með Jesú vil ég enda og æ um æviveg hvert andvarp honum senda. Hann er það mark og mið er mæni' eg sífellt á. Með blessun, bót og frið hann býr mér ætíð hjá. 2 Ef Jesúm ég æ hef um jörð eg minna hirði, um heimsins glys ei gef og glaum hans einskis virði. Mitt bætir Jesús böl, mér byrðar léttir hann. Ef hann á hjá mér dvöl mig hrella neitt ei kann. 3 Af allri sál og önd mig allan þér ég færi, mitt hjarta, tungu' og hönd þér helga' eg, Jesú kæri. Ó, tak það, Guð minn, gilt og gef ég æ sé þinn. Gjör við mig sem þú vilt, þinn vilji æ sé minn.


T Johann K. Ziegler 1718 – Hans A. Brorson 1734 – Valdimar Briem – Sb. 1886
Mit Jesu fang‘ ich an, mit Jesu will ich enden / Min Jesus er for mig begyndelse og ende
L Martin Rinckart um 1630 – Crüger 1647 – JH 1885
Nun danket alle Gott

Eldra númer 44
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction