Sálmabók

576. Á þig, Jesú Krist, ég kalla

Trúarlífið - Helgun og þjónusta

hymn notes
1 Á þig, Jesú Krist, ég kalla, kraft mér auka þig ég bið. Hjálpa þú mér ævi alla að ég haldi tryggð þig við. Líkna mér og lát mér falla ljúft að stunda helgan sið. 2 Veit að það sem heimur heldur heill ei dragi mig frá þér. Það sem fyrir gott hann geldur gjarnan spott og vanþökk er en það sælu æðstu veldur ef vér, Drottinn, hlýðnumst þér. 3 Þá skal trú mín, þýði Herra, þægan ávöxt bera sinn, Drottins ætíð dýrðin vera dug og kraft er efldi minn, fasta vörn skal fyrir bera freistar mín ef heimurinn. 4 Heyrir þú mitt hróp, ég treysti, Herra, þér, og stenst ég þá. Þótt mín syndir þráfalt freisti þú mér aldrei víkur frá en mér sendir sanna hreysti sigri frægum loks að ná.


T Johann Agricola um 1526 – Sb. 1589 – Jón Espólín – Sb. 1801
Ich ruf zu dir, Herr Jesu Christ
L John Goss 1869 – Sb. 1997
LAUDA ANIMA / Praise, My Soul

Eldra númer 196
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction