Sálmabók

575. Mig lát, Jesú, með þér ganga

Trúarlífið - Helgun og þjónusta

hymn notes
1 Mig lát, Jesú, með þér ganga, mega rekja fótspor þín svo í lífsins stríði stranga styttist þrautasporin mín. Lát mig ganga' á ljósum degi, lát mig ganga' á kærleiksvegi, gakk þú æ á undan mér eg svo megi fylgja þér. 2 Mig lát, Jesú, með þér líða, mega bera hér þinn kross svo ég eftir sáran kvíða síðar öðlist gleðihnoss. Eftir táraskúr úr skýjum skín þín sól með geislum hlýjum. Hér ef ber ég þraut með þér þín mun gleði veitast mér. 3 Mig lát, Jesú, með þér deyja, minn þú dauða sigrað fékkst, stríðið er ég átti að heyja, í það fyrir mig þú gekkst. Lát mig burt frá löstum deyja lífs á meðan hlýt ég þreyja, lát mig deyja lífs með þér, lif þú aftur svo í mér. 4 Mig lát, Jesú, með þér lifa, með þér rísa dauða frá, lát þú engil bjargið bifa brjósti mér er liggur á. Einn sé jafnan okkar vilji, okkur líf né dauði' ei skilji. Lát mig ætíð lifa þér lífið þitt svo veitist mér.


T Sigmund von Birken 1653 – Valdimar Briem – Sb. 1886
Lasset uns mit Jesus ziehen
L Wolfgang Wessnitzer 1661 – Sb. 1871
Jesu, meines Lebens Leben

Eldra númer 362
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction