Sálmabók

570. Lát mig starfa, lát mig vaka

Trúarlífið - Helgun og þjónusta

hymn notes
1 Lát mig starfa, lát mig vaka, lifa meðan dagur er. Létt sem fuglinn lát mig kvaka, lofsöng, Drottinn, flytja þér meðan ævin endist mér. 2 Lát mig iðja, lát mig biðja, lífsins faðir, Drottinn hár. Lát mig þreytta, þjáða styðja, þerra tár og græða sár, gleðja' og fórna öll mín ár.


T Jeanna Oterdahl, 1915 – Margrét Jónsdóttir – Sb. 1972
Låt mig leva, låt mig verka
L Anfinn Øien 1967 – Sb. 1997
Brød for verden lot du vokse

Eldra númer 366
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction