Sálmabók
562. Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher
Trúarlífið - Helgun og þjónusta
1 Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
2 Stýr mínu hjarta' að hugsa gott
og hyggja' að vilja þínum
og má þú hvern þann blett á brott
er býr í huga mínum.
3 Stýr minni tungu' að tala gott
og tignar þinnar minnast,
lát aldrei baktal, agg né spott
í orðum mínum finnast.
4 Stýr minni hönd að gjöra gott
að gleði' eg öðrum veiti
svo breytni mín þess beri vott
að barn þitt gott ég heiti.
5 Stýr mínum fæti' á friðarveg
svo fótspor þín ég reki
og sátt og eining semji ég
en sundrung aldrei veki.
6 Stýr mínum hag til heilla mér
og hjálpar öðrum mönnum
en helst og fremst til heiðurs þér
í heilagleika sönnum.
7 Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi,
þar mig í þinni gæslu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
T Valdimar Briem – Sb. 1886
L William Gardiner 1812 – BÞ 1912
BELMONT (Gardiner)
Eldra númer 357
Eldra númer útskýring T+L