Sálmabók

545. Kenn þú mér, Guð

Trúarlífið - Bæn

hymn notes
1 Kenn þú mér, Guð, að þekkja vilja þinn, þrá lát mitt hjarta æ að sé hann minn. Skammsýnn ég er, ó, vísa mér þinn veg, veit þú mér styrk ef hrasa ég. 2 Drottinn, þú veist hve sljótt mitt auga er, opna það, Drottinn minn, uns glöggt það sér veg þinn og ljós en umfram allt samt þig, eilífi Guð, sem dóst fyrir’ mig. 3 Ó, hversu sælt ef aðeins á ég þig, eilífi Guð, er frelsar sekan mig. Hjarta mitt gleðst að allt þitt auga sér. Eilífi Guð, það nægir mér.


T Bjarni Eyjólfsson, 1949
L Helen Jun Marth 1943
Teach Me Thy Will

Uppáhalds sálmar

Under Construction