Sálmabók

544. Æ, minn Guð, lát ávallt skarta

Trúarlífið - Bæn

hymn notes
Æ, minn Guð, lát ávallt skarta auðmýktina' í brjósti mér, skapa' í mér hið hreina hjarta, helgan bústað, vígðan þér. Lát mig kenna þörf og þrá þinnar náðar, ein sem má færa mig úr fjötrum nauða, frelsa mig af synd og dauða.


T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Johann B. König, 1738 – Ssb. 1936
Der am Kreuz ist meine Liebe / Sei mir tausendmal gegrüßet

Eldra númer 542
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction