Sálmabók

540. Hróp mitt er þögult

Trúarlífið - Bæn

hymn notes
1 Hróp mitt er þögult, þú heyrir það samt, þögnin hún ómar í þér, í þér, ómar eins og vatnið, streymandi vatnið. 2 Þrá mín er þögul, þú heyrir hana samt, þráin hún ómar í þér, í þér, ómar eins og vatnið, svalandi vatnið. 3 Bæn mín er þögul, þú heyrir hana samt, bænin hún ómar í þér, í þér, ómar eins og vatnið, lifandi vatnið.


T Sigurður Pálsson 2011 – Vb. 2013
L Ragnheiður Gröndal 2011 – Vb. 2013

Eldra númer 914
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction