Sálmabók

535. Í bljúgri bæn

Trúarlífið - Bæn

hymn notes
1 Í bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. 2 Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. 3 Sú ein er bæn í brjósti mér ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn að verðir þú æ Drottinn minn.


T Pétur Þórarinsson 1974 – Vb. 1991
L Amerískt þjóðlag – Vb. 1991
Banks of the Ohio

Eldra númer 551
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction