Sálmabók

533. Góði Guð, er ég bið

Trúarlífið - Bæn

hymn notes
1 Góði Guð, er ég bið, viltu gefa rósemd og frið. Tak burt óró sem kringum mig er, allan efa og kvíða frá mér. Láttu kærleik þinn vinna sitt verk svo að vonin og trúin sé sterk. Gerðu börn þín að biðjandi hjörð og að blessun alls mannkyns á jörð. 2 Herra, hjálpa þú mér svo ég helgi lífið mitt þér. Bæði tíminn og allt sem ég á eru auðæfi komin þér frá. Veit mér kærleik svo af þessum auð gefi´ ég allslausum, hungruðum brauð. Send mér, himneski faðir, þinn frið er við fætur þér krýp ég og bið. 3 Guð, ég þakka vil þér að í þinni hendi ég er. Þökk að ætíð þú leggur mér lið er í lausnarans nafni ég bið. Gef mér fúsleik svo fagnandi ég dag hvern feti þinn hjálpræðis veg uns þú opnar mér himinsins hlið og mitt hjarta´ á um eilífð þinn frið.


T Ralph Carmichael um 1970 – Arne Myskja 1974 – Lilja S. Kristjánsdóttir, 1982 – Vb. 2013
As We Come to You in Prayer
L Ralph Carmichael um 1970 – Vb. 2013
As We Come to You in Prayer

Eldra númer 912
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction