Sálmabók

532. Ó, Jesú, bróðir besti

Trúarlífið - Bæn

hymn notes
1 Ó, Jesú, bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. 2 Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera en forðast allt hið illa svo ei mér nái' að spilla. 3 Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. 4 Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. 5 Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi' í mínu hjarta. 6 Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi. Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri.


T Páll Jónsson – Sb. 1886
L Andreas P. Berggreen 1844 – JH 1885
Et aar vi saae hensvinde

Eldra númer 503
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction