Sálmabók

530b. Vertu, Guð faðir, faðir minn

Trúarlífið - Bæn

hymn notes
1 Vertu, Guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. 2 Höndin þín, Drottinn, hlífi mér þá heims ég aðstoð missi en nær sem þú mig hirtir hér hönd þína' eg glaður kyssi. 3 Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. 4 Minn Jesú, andlátsorðið þitt í mínu hjarta' eg geymi, sé það og líka síðast mitt þá sofna' eg burt úr heimi.


T Hallgrímur Pétursson Ps. 44
L Jakob Tryggvason um 1950

Eldra númer 373
Eldra númer útskýring T

Uppáhalds sálmar

Under Construction