Sálmabók

529. Blessunardaggir lát drjúpa

Trúarlífið - Orð Guðs

hymn notes
1 Blessunardaggir lát drjúpa, dynja lát regn yfir storð, jarðveginn gef oss hinn gljúpa, Guð, er vér heyrum þitt orð. Blessunardaggir berist oss, Drottinn, frá þér. Dropar af náð eru’ að detta, daggir og regn þráum vér. 2 Blessunardaggir lát drjúpa. Dreif þú oss myrkrum úr sál. Lát þau ei lengur oss hjúpa, lausnari, heyr þú vort mál. Blessunardaggir... 3 Blessunardaggir lát drjúpa, dauðanum hríf þú oss úr. Send yfir dalina djúpa dýrðlega vakningarskúr. Blessunardaggir… 4 Blessunardaggir lát drjúpa, Drottinn, ó, send oss þær nú. Faðmandi kross þinn, að krjúpa kenn oss í lifandi trú. Blessunardaggir…


T Daniel W. Whittle 1883 ̶ Lárus Halldórsson, 1906
There Shall Be Showers of Blessing
L James McGranahan 1883
SHOWERS OF BLESSING / There Shall Be Showers of Blessing

Uppáhalds sálmar

Under Construction