Sálmabók

528. Í orði Guðs

Trúarlífið - Orð Guðs

hymn notes
1 Í orði Guðs var allt í fyrstu mótað, því orði sem er skráð í lífsins bók, óplægð akurmold, ævi þín og starf, eldur, vatn og loft – hvaðeina sem þarf til að blómgist blessað líf á jörð. 2 Í orði Guðs er aflið sterka falið, því orði sem er skráð í lífsins bók, gleði þín og sorg, gömul eða ný, geislar sólarinnar, dimmust næturský til að blómgist blessað líf á jörð.


T Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson 2009 – Vb. 2013
L Sigurður Flosason 2009 – Vb. 2013

Eldra númer 812
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction