Sálmabók

526. Orð þitt, Drottinn, veg oss vísi

Trúarlífið - Orð Guðs

hymn notes
Orð þitt, Drottinn, veg oss vísi villustigum heimsins á, oss þitt blessað ljósið lýsi ljóss til byggða jörðu frá. Á þig einan vonum vér, veit oss náð að treysta þér, þig að elska' og þér að hlýða, þínum undir merkjum stríða.


T Páll Jónsson – Sb. 1871
L Bourgeois 1551 – Melodia, handrit frá 17. öld – Sb. 1801
Freu dich sehr, o meine Seele

Eldra númer 299
Eldra númer útskýring T+L

Uppáhalds sálmar

Under Construction