Sálmabók
521. Kom þú, andinn kærleikans
Trúarlífið - Heilagur andi
Kom þú, andinn kærleikans,
tak þú sæti' í sálu minni,
svala mér á blessun þinni,
brunnur lífs í brjósti manns.
Andinn kærleiks, helgi, hreini,
hjálp mér svo ég deyi frá
sjálfum mér og synda meini.
Sæll í Guði' eg lifi þá.
T Björn Halldórsson – Sb. 1886
L Jean B. Lully 1661 – Kingo 1674 – Paradísarlykill 1686 – Sb. 1751
Rind nu op i Jesu navn/ Sommes nous pas trop heureux
Eldra númer 334
Eldra númer útskýring T+L